Dagarnir líða hratt

Já ekkert smá sem dagarnir líða hratt núna.

Mér finnst ný búin að vera helgi.  Var á árshátíð hjá kallinum í Turninum nýja, vá ekkert smá geggjað að vera þar, útsýnið alveg svaðalegt og góður matur á boðstólum. 

Sunnudagurinn fór svo í afmæli þar sem kallinn varð 35 ára gamall, sæll hvað maður vaknar upp við skrítinn draum að eiga orðið 35 ára gamlan kall. hehe.  Mér finnst það samt ekki þýða að ég sé neitt eldri alls ekki, bara að hann sé orðinn gamall. Grin

Í gær var Dorkas hjá mér, fyrir þá sem vita ekkert um það, þá er það kvennastarf Samhjálpar, þar hittast konur og eiga góða stund saman, við fáum alltaf einhverja til að tala til okkar, biðjum saman og syngjum.  Í gær talaði góð kona til okkar um fjármál sem var bara mjög gott. Ekki veitir af í þessu árferði.  Það sem Dorkas stendur fyrir er að byggja konur upp og blessa þá sem minna mega sín.

Svo þar sem dagarnir líða svo hratt þá erum við að renna inn í aðra helgi, þar sem árhátíð Samhjálpar verður!  Þetta verður að sjálfsögðu snilldar árshátíð með Bjarna töframanni sem veislustjóra, Mugison, sixties og Villi naglbítur sýna sína snilldartakta.  Hlakka ekkert smá til.

Þá viti þið það. :)tag und nacht

Verið svo góð við hvort annað.

 

 Ást er að hugsa um hvort annað að nóttu sem degi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Hæ sæta, velkomin á bloggið. Bara nóg að gera í skemmtanalífinu hjá þér

Eigðu yndislega daga skvísa.

Knús

Kristborg Ingibergsdóttir, 4.3.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband