Föstudagur þar sem vert er að skoða hvort annað

Jæja þá er þetta búinn að vera bara rólyndis föstudagur.

á eftir ætla ég að skella mér á Hvolsvöll með drenginga mína. Þeir verða hjá ömmu gömlu í nótt.  Ég verð nebblega að vinna á kaffstofu Samhjálpar um helgina.  Hlakka nú samt mest til að keyra á bílnum hjá gömlu hjónunum, hann er svo geggjaður, maður gjörsamlega gleymir sér.

Ekkert búin að vera neitt dugleg í hreyfingunni í vikunni, en fór nú samt upp á Esju í vikunni :)  æðislegt.  Gott samt að vera laus við þessa þráhyggju tengda hreyfingu ef ég nenni ekki þá bara fer ég ekki og er ekkert að tapa mér yfir því. :)  Ég bara borða minn yndislega mat 3x á dag.

Þvílíkt sem það hefur orðið aukning á kaffistofunni hjá Samjálp.  Í fyrra voru svona c.a 60 manns að koma á dag, en núna eru þetta um 150 manns, sýnir manni bara hvað margir eiga það erfitt.  Þetta er rosalega gefandi að vera þarna, gefa af sér til þeirra sem minna mega sín.  Ef einhverjum sem les þetta langar að gefa af tíma sínum og vera þarna dag og dag, þá endilega hafa samband upp í Samhjálp. :)

Hef þetta bara ekkert lengra í bili.

ást er 2 Ást er að skoða hvort annað. :)

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Eigðu fallega helgi vinkona

Kristborg Ingibergsdóttir, 20.3.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband