Föstudagur þar sem vert er að skoða hvort annað

Jæja þá er þetta búinn að vera bara rólyndis föstudagur.

á eftir ætla ég að skella mér á Hvolsvöll með drenginga mína. Þeir verða hjá ömmu gömlu í nótt.  Ég verð nebblega að vinna á kaffstofu Samhjálpar um helgina.  Hlakka nú samt mest til að keyra á bílnum hjá gömlu hjónunum, hann er svo geggjaður, maður gjörsamlega gleymir sér.

Ekkert búin að vera neitt dugleg í hreyfingunni í vikunni, en fór nú samt upp á Esju í vikunni :)  æðislegt.  Gott samt að vera laus við þessa þráhyggju tengda hreyfingu ef ég nenni ekki þá bara fer ég ekki og er ekkert að tapa mér yfir því. :)  Ég bara borða minn yndislega mat 3x á dag.

Þvílíkt sem það hefur orðið aukning á kaffistofunni hjá Samjálp.  Í fyrra voru svona c.a 60 manns að koma á dag, en núna eru þetta um 150 manns, sýnir manni bara hvað margir eiga það erfitt.  Þetta er rosalega gefandi að vera þarna, gefa af sér til þeirra sem minna mega sín.  Ef einhverjum sem les þetta langar að gefa af tíma sínum og vera þarna dag og dag, þá endilega hafa samband upp í Samhjálp. :)

Hef þetta bara ekkert lengra í bili.

ást er 2 Ást er að skoða hvort annað. :)

 


Flestir með Klamydíu á Íslandi

Og ég slapp Grin

Enda orðin að verða 33 ára gömul.

Það er alveg merkilegt hvað við greinumst alltaf með allt mest á Íslandi (miðað við höfðatölu), þetta er nú kannski ekki það skemmtilegasta að vera með mest í.

Mæli nú samt með því að fólk rói sig niður eða stundi ekki smokklaust kynlíf, það er nú hægt að koma í veg fyrir þessi smit... sællll

En verið samt góð hvort við annað. :)

Liebe ist das erste kussfyrsti kossinn


mbl.is 1.834 greindir með klamydíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnjúkurinn og Laugavegur

Jæja þá hefur Kristjönu tekist að kveikja í mér :)

Ekki á þann hátt, heldur kveikja í mér áhuga á að ganga upp á Hvannadalshnjúk.  Það er kominn þvílíkur spenningur í mig hehe.

Elska svona áskoranir, þá er bara að bretta upp ermar setja skóna á sig og byrja að taka á því.  Maður verður nú að taka einhverjar æfingagöngur.

Svo stefni ég líka á að ganga Laugarveginn í júlí, ekkert smá gaman.  Eyjafjallajökul í maí held ég.

Ég elska að vera í náttúrunni, njóta hennar á allan hátt.  Bara kominn smá vorfílíngur í mig jessss :)

Verið nú góð hvort við annað :)

liebe-ist1 Ást er... Að standa saman í stormi lífsins.


Dagarnir líða hratt

Já ekkert smá sem dagarnir líða hratt núna.

Mér finnst ný búin að vera helgi.  Var á árshátíð hjá kallinum í Turninum nýja, vá ekkert smá geggjað að vera þar, útsýnið alveg svaðalegt og góður matur á boðstólum. 

Sunnudagurinn fór svo í afmæli þar sem kallinn varð 35 ára gamall, sæll hvað maður vaknar upp við skrítinn draum að eiga orðið 35 ára gamlan kall. hehe.  Mér finnst það samt ekki þýða að ég sé neitt eldri alls ekki, bara að hann sé orðinn gamall. Grin

Í gær var Dorkas hjá mér, fyrir þá sem vita ekkert um það, þá er það kvennastarf Samhjálpar, þar hittast konur og eiga góða stund saman, við fáum alltaf einhverja til að tala til okkar, biðjum saman og syngjum.  Í gær talaði góð kona til okkar um fjármál sem var bara mjög gott. Ekki veitir af í þessu árferði.  Það sem Dorkas stendur fyrir er að byggja konur upp og blessa þá sem minna mega sín.

Svo þar sem dagarnir líða svo hratt þá erum við að renna inn í aðra helgi, þar sem árhátíð Samhjálpar verður!  Þetta verður að sjálfsögðu snilldar árshátíð með Bjarna töframanni sem veislustjóra, Mugison, sixties og Villi naglbítur sýna sína snilldartakta.  Hlakka ekkert smá til.

Þá viti þið það. :)tag und nacht

Verið svo góð við hvort annað.

 

 Ást er að hugsa um hvort annað að nóttu sem degi.

 

 


Bindindismanneskja

Ég var spurð að þessu um daginn, hvað væri að vera í bindindi, á áfengi þá í þessu samhengi.

Það er svo fyndið þegar maður fær svona óvæntar spurningar, sem ég hef í raun ekki velt fyrir mér en finnst sjálfagt að vita að ég bara sagðist ekki hafa hugmynd.

svo að ég fór að velta þessu fyrir mér.

Að vera í bindindi þýðir á ensku að hafa algjöra sjálfsstjórn.    Ég túlka það þannig að ef ég get til að mynda fengið mér 1 bjór og haft stjórn á því að drekka ekki meira og mér líður vel með það, þá hef ég stjórn á því.

Ef ég getur ekki fengið mér einn bjór heldur verð að fá mér meira til að finna áhrifin af áfenginu þá hef ég ekki stjórn á þessu.

Svo get ég farið í bindindi í einhvern tíma, ákveðið að fara í bindindi og ekki drekka í x mánuði.  Neita mér um áfengi í einhvern tiltekinn tíma.

En það gerir mig ekki að bindindismanneskju að ákveða að drekka ekki í 1 ár, heldur mundi ég segja að ég sé bindindismanneskja ef ég drekk ekki aftur.

Ég er þá bindindismanneskja :) 1 dag í einu. Ef ég vil túlka það þannig.

En verið góð við hvort annað og munið hvað ást er. :)puzzle-lupu-liebe-ist-1061

 

 

Liebe ist... ein warmes herz

 


Ja hérna hér

Jæja þá er maður að skella sér í bloggið.

Ég hef svo gaman af því að lesa hjá öðrum og ákvað bara að slá til og blogga sjálf.

já já kéllingin getur þetta sko.

Dagurinn í dag fer meira og minna í að gella sig upp í árshátíð sem er á morgunn, hehe  klipping litun, neglur lit og plokk sælll.  Redda fötum,

er í dáldið skrítnu skapi þessa dagana sem er ótrúlegt, en finnst hálf óþægilegt að öll fötin mín séu að verða of stór.  Maður er klikkaður.  En svona er þetta.

 Allavega hlakka til helgarinnar..

Verið svo góð hvort við annað. :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband