Bindindismanneskja
28.2.2009 | 10:30
Ég var spurð að þessu um daginn, hvað væri að vera í bindindi, á áfengi þá í þessu samhengi.
Það er svo fyndið þegar maður fær svona óvæntar spurningar, sem ég hef í raun ekki velt fyrir mér en finnst sjálfagt að vita að ég bara sagðist ekki hafa hugmynd.
svo að ég fór að velta þessu fyrir mér.
Að vera í bindindi þýðir á ensku að hafa algjöra sjálfsstjórn. Ég túlka það þannig að ef ég get til að mynda fengið mér 1 bjór og haft stjórn á því að drekka ekki meira og mér líður vel með það, þá hef ég stjórn á því.
Ef ég getur ekki fengið mér einn bjór heldur verð að fá mér meira til að finna áhrifin af áfenginu þá hef ég ekki stjórn á þessu.
Svo get ég farið í bindindi í einhvern tíma, ákveðið að fara í bindindi og ekki drekka í x mánuði. Neita mér um áfengi í einhvern tiltekinn tíma.
En það gerir mig ekki að bindindismanneskju að ákveða að drekka ekki í 1 ár, heldur mundi ég segja að ég sé bindindismanneskja ef ég drekk ekki aftur.
Ég er þá bindindismanneskja :) 1 dag í einu. Ef ég vil túlka það þannig.
En verið góð við hvort annað og munið hvað ást er. :)
Liebe ist... ein warmes herz
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.