Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Bindindismanneskja
28.2.2009 | 10:30
Ég var spurð að þessu um daginn, hvað væri að vera í bindindi, á áfengi þá í þessu samhengi.
Það er svo fyndið þegar maður fær svona óvæntar spurningar, sem ég hef í raun ekki velt fyrir mér en finnst sjálfagt að vita að ég bara sagðist ekki hafa hugmynd.
svo að ég fór að velta þessu fyrir mér.
Að vera í bindindi þýðir á ensku að hafa algjöra sjálfsstjórn. Ég túlka það þannig að ef ég get til að mynda fengið mér 1 bjór og haft stjórn á því að drekka ekki meira og mér líður vel með það, þá hef ég stjórn á því.
Ef ég getur ekki fengið mér einn bjór heldur verð að fá mér meira til að finna áhrifin af áfenginu þá hef ég ekki stjórn á þessu.
Svo get ég farið í bindindi í einhvern tíma, ákveðið að fara í bindindi og ekki drekka í x mánuði. Neita mér um áfengi í einhvern tiltekinn tíma.
En það gerir mig ekki að bindindismanneskju að ákveða að drekka ekki í 1 ár, heldur mundi ég segja að ég sé bindindismanneskja ef ég drekk ekki aftur.
Ég er þá bindindismanneskja :) 1 dag í einu. Ef ég vil túlka það þannig.
En verið góð við hvort annað og munið hvað ást er. :)
Liebe ist... ein warmes herz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ja hérna hér
27.2.2009 | 14:36
Jæja þá er maður að skella sér í bloggið.
Ég hef svo gaman af því að lesa hjá öðrum og ákvað bara að slá til og blogga sjálf.
já já kéllingin getur þetta sko.
Dagurinn í dag fer meira og minna í að gella sig upp í árshátíð sem er á morgunn, hehe klipping litun, neglur lit og plokk sælll. Redda fötum,
er í dáldið skrítnu skapi þessa dagana sem er ótrúlegt, en finnst hálf óþægilegt að öll fötin mín séu að verða of stór. Maður er klikkaður. En svona er þetta.
Allavega hlakka til helgarinnar..
Verið svo góð hvort við annað. :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)